Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 16. febrúar 2019 17:51
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Hughton: Að komast í 8-liða úrslitin er mikið afrek fyrir félagið
Chris Hughton knattspyrnustjóri Brighton.
Chris Hughton knattspyrnustjóri Brighton.
Mynd: Getty Images
Chris Hughton var að vonum ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir að hafa stýrt Brighton áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í dag. Brighton mætti Derby en niðurstaðan var 2-1 sigur heimamanna.

„Ég er nokkuð ánægður með spilamennskuna í dag, en það sem skiptir mestu máli er að við erum komnir áfram í næstu umferð."

„Þetta var erfitt undir lok leiksins, við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og hefðum átt að nýta færin betur."

Hughton segir það afrek fyrir félag eins og Brighton að vera komið í 8-liða úrslit keppninnar.

„Maður getur alltaf látið sig dreyma um að vinna bikarinn, venjulega er það alltaf eitt af þessum sex topp liðum sem vinnur bikarinn. Okkar hugsun er að komast eins langt og við getum. Að komast í 8-liða úrslitin er mikið afrek fyrir félagið," sagði Chris Hughton.
Athugasemdir
banner
banner
banner