Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. febrúar 2019 17:16
Elvar Geir Magnússon
Hver verður nýr varaformaður KSÍ?
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Inga Sívertsen sem var varaformaður KSÍ sóttist ekki eftir endurkjöri á ársþingi KSÍ fyrir viku síðan. Það er ekki ljóst hver úr stjórn sambandsins muni verða varaformaður.

Guðni Bergsson formaður mun væntanlega leggja tillögu sína fram á næsta stjórnarfundi og sækjast eftir samþykki stjórnar fyrir því.

„Nú kemur að því að finna varaformann. Ég reikna með því að formaðurinn sjálfur leggi til skiptingu embætta milli stjórnarmanna. Hver verður varaformaður veit ég ekki," sagði Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, í umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Menn hafa rýnt í reynslu manna innan stjórnarinnar og einnig hvernig kosningu menn hafa fengið á þinginu."

Borghildur Sigurðardóttir, fyrrum formaður ÍTF og Breiðabliks, er talin líkleg sem varaformaður en hún fékk bestu kosninguna á þinginu fyrir viku síðan. Borghildur hefur verið í stjórn KSÍ í tvö ár.

Þá minnist Þórir einnig á Ragnhildi Skúladóttur og Gísla Gíslason sem hafa verið í stjórn KSÍ lengi og búa yfir mikilli reynslu.

Auk þeirra eru Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Valgeir Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson og Ásgeir Ásgeirsson í stjórn KSÍ.

Smelltu HÉR til að hlusta á umræðuna úr útvarpsþættinum í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner