Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. febrúar 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kondogbia ákærður fyrir að fá vísvitandi gult spjald
Mynd: Getty Images
UEFA hefur ákært Geoffrey Kondogbia, miðjumann Sevilla, fyrir að næla sér viljandi í gult spjald gegn Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Evrópska knattspyrnusambandið staðfesti þetta á föstudaginn, degi eftir að hafa opnað rannsókn á umtöluðu máli Sergio Ramos sem fékk gult spjald gegn Ajax á miðvikudaginn.

Leikmenn sem fá viljandi gult spjald til að fara í leikbann og endurræsa þannig spjaldafjöldann á bakinu, geta verið settir í lengra bann.

Kondogbia fékk gult spjald fyrir leiktöf er Valencia var 0-2 yfir gegn Celtic á lokamínútum leiksins. Þetta var þriðja spjald Kondogbia í keppninni sem þýðir að hann verður í leikbanni í seinni leiknum gegn Celtic en nær 16-liða úrslitunum ef áfrýjun heppnast.

Kondogbia, sem átti afmæli á föstudaginn, er 26 ára miðjumaður sem hefur leikið fyrir Lens, Sevilla, Mónakó og Inter á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner