Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 16. febrúar 2019 18:27
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lengjubikar kvenna: Valur skoraði sjö gegn ÍBV
Valskonur sigruðu ÍBV örugglega, 7-1.
Valskonur sigruðu ÍBV örugglega, 7-1.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Valur 7-1 ÍBV
0-1 Guðný Árnadóttir, sjálfsmark ('5)
1-1 Margrét Lára Viðarsdóttir ('37)
2-1 Hlín Eiríksdóttir ('48)
3-1 Hlín Eiríksdóttir ('51)
4-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('52)
5-1 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('66)
6-1 Dóra María Lárusdóttir ('86)
7-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('92)

Valur og ÍBV mættust fyrr í dag í Egilshöll en þar voru átta mörk skoruð og Valskonur gerðu sjö þeirra.

Fyrsta mark leiksins kom strax á 5. mínútu en þá varð Guðný Árnadóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark, Margrét Lára jafnaði metin á 37. mínútu og staðan í hálfleik því 1-1.

Í seinni hálfleik voru skoruð sex mörk og Valskonur skoruðu öll þessi mörk en Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk strax í upphafi seinni hálfleiks og Guðrún Karítas Sigurðardóttir bætti við fjórða markinu á 52. mínútu og staðan því orðin 4-1.

Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði fimmta mark Vals á 66. mínútu og Dóra María Lárusdóttir skoraði sjötta markið á 86. mínútu. Það var svo Guðrún Karítas Sigurðardóttir sem skoraði annað markið sitt og sjöunda mark Vals í uppbótartíma og gulltryggði þar með sigurinn.

Valskonur eru í toppsæti A-deildar Lengjubikarsins með sex stig eftir tvo leiki en þær sigruðu Stjörnuna í fyrsta leiknum, 0-3.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner