Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. febrúar 2019 19:05
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lengjubikarinn: Valur fékk tvö rauð og tapaði 4-0 gegn KA
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 4-0 Valur
1-0 Guðjón Pétur Lýðsson, víti ('38)
2-0 Ólafur Aron Pétursson ('78)
3-0 Þorri Mar Þórisson ('80)
4-0 Torfi Tímoteus Gunnarsson ('90)
Rautt spjald: Ólafur Karl Finsen ('57)
Rautt spjald: Kaj Leo í Bartalsstovu ('66)

KA og Valur mættust í Lengjubikarnum fyrr í dag í leik þar sem fjögur mörk voru skoruð og tvö rauð spjöld fóru á loft.

Fyrsta mark leiksins skoraði fyrrum Valsmaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson úr vítaspyrnu á 38. mínútu og þetta mark reyndist vera eina mark fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var heldur tíðinda meiri en tvö rauð spjöld fóru á loft á 9 mínútna kafla í seinni hálfleik, þeir Ólafur Karl Finsen og Kaj Leo í Bartalsstovu fengu rauð spjöld.

KA-menn nýttu sér liðsmuninn og bættu við þremur mörkum eftir þetta, þeir Ólafur Aron Pétursson, Þorri Mar Þórisson og Torfi Tímoteus Gunnarsson skoruðu mörkin þrjú og niðurstaðan því 4-0 sigur KA á Íslandsmeisturum Vals.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner