Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. febrúar 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd spyrst fyrir um Jadon Sancho
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Powerade slúðrið er ómissandi á morgnana og hér fyrir neðan er skammtur dagsins.



Manchester United er búið að spyrjast fyrir um Jadon Sancho, 18 ára kantmann Borussia Dortmund. Hann er metinn á 70 milljónir punda eftir að hafa yfirgefið Manchester City á 8 milljónir sumarið 2017. (Sun)

Mesut Özil, 30, mun ekki yfirgefa Arsenal á láni næsta sumar. Hann vill annað hvort vera áfram að vera seldur. (Daily Mail)

Milan Skriniar, 24 ára miðvörður Inter, er efstur á óskalista Man Utd ásamt Kalidou Koulibaly hjá Napoli og Joachim Andersen, dönskum varnarmanni Sampdoria. (Independent)

Chelsea hefur trú á því að geta fengið Gonzalo Higuain frá Juventus fyrir minna en tilsett verð næsta sumar, sem er 31.5 milljón punda. (ESPN)

Arsenal er að skoða Marc Overmars hjá Ajax og Monchi hjá Roma sem mögulega yfirmenn knattspyrnumála. (Sun)

Gary Cahill, 33, var hissa þegar hann var ekki valinn í leikmannahóp Chelsea fyrir leikinn gegn Malmö í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. (Telegraph)

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, segir að Nabil Fekir, 25, sé við það að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Mirror)

Ed Woodward vill gjörbreyta leikmannahópi Man Utd fyrir næsta tímabil, hann vill að liðið geti keppt um úrvalsdeildartitilinn næsta vor. (Evening Standard)

Barcelona og Real Madrid tóku framúr Man Utd og eru nú að vinna kapphlaupið um Joao Felix, 19 ára ungstirni Benfica. (Mirror)

Boca Juniors í Argentínu og félög í Evrópu hafa áhuga á Sergio Romero, 31 árs varamarkverði Man Utd. Romero líður vel á Old Trafford og vill ekki fara. (Sun)

Fernando Llorente, 33, segir að hann yrði himinlifandi með að fá eins árs samningsframlengingu hjá Tottenham. (Evening Standard)

Pep Guardiola segir að það hryggi sig að skilja Riyad Mahrez, 27, á bekknum. Mahrez kostaði félagið 60 milljónir punda. (Manchester Evening News)

Jose Mourinho segir að Neymar, 27, verði að vinna heimsmeistaramót til að vera talinn til bestu leikmanna í sögu í Brasilíu. (Goal)

Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, segir ekkert til í því að heimsókn hárgreiðslumanns á liðshótelið hafi orðið til þess að Dortmund tapaði 3-0 fyrir Tottenham. (Bild)

Búið er að leka plönum um nýjan leikvang Everton sem á að hýsa 52 þúsund manns. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner