Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 16. febrúar 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Özil gæti allt eins lagt skóna á hilluna"
Mynd: Getty Images
Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, segist ekki skilja hvers vegna Mesut Özil fái lítinn sem engan spilatíma hjá Arsenal þrátt fyrir að vera, að hans mati, besti og launahæsti leikmaður liðsins.

Özil hefur aðeins byrjað 3 leiki af síðustu 12 og var ekki í leikmannahópnum í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar gegn BATE Borisov. Unai Emery sem tók við Arsenal fyrir ári virðist ekki vera sérlega hrifinn af Özil, sem er erfitt að losa sig við því hann fær 350 þúsund pund í vikulaun.

„Özil er besti leikmaður Arsenal en fær ekki að spila, ég skil það ekki. Hann hlýtur að sitja heima og horfa á Arsenal leiki og hugsa 'hvernig kemst ég ekki í þetta lið?'" sagði Merson.

„Ég veit ekki hvort þeir séu að reyna að fá hann til að leggja skóna á hilluna, hann gæti allt eins gert það fyrst hann kemst ekki í þetta Arsenal lið.

„Arsenal verður að nota hann meira og byrja að treysta á hann aftur. Liðið er ekki nógu gott til að sleppa því að nota hann."


Þrátt fyrir ástandið virðist Özil ekki vilja yfirgefa Arsenal, félag sem hann segir eiga sér stað í hjarta sínu.




Athugasemdir
banner
banner
banner