Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. febrúar 2019 13:05
Ívan Guðjón Baldursson
Rondon skoraði er Newcastle gerði jafntefli við CSKA
Mynd: Getty Images
Newcastle 1 - 1 CSKA Moskva
1-0 Salomon Rondon ('16)
1-1 Abel Hernandez ('41)

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu á bekknum er CSKA Moskva spilaði æfingaleik við Newcastle í dag.

Newcastle fór í 12 daga frí eftir jafnteflið gegn Wolves síðasta mánudag enda dottið úr öllum keppnum nema ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur er mikilvægur fallbaráttuslagur gegn Huddersfield eftir viku.

CSKA er enn í jólafríi eftir fyrri hluta tímabils en það er oft kalt í Rússlandi til að spila fótbolta. Tímabilið hefst aftur í byrjun mars, en CSKA er í þriðja sæti, fjórum stigum frá toppliði Zenit.

Salomon Rondon kom Newcastle yfir í dag en Abel Hernandez, fyrrverandi sóknarmaður Hull City og Palermo, jafnaði fyrir CSKA.
Athugasemdir
banner