Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. febrúar 2019 17:11
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Griezmann tryggði sigurinn
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru búnir í spænska boltanum í dag þar sem Antoine Griezmann tryggði Atletico Madrid sigur gegn Rayo Vallecano.

Heimamenn í Rayo voru betri stærstan part leiksins en tókst ekki að brjóta öfluga vörn Atletico á bak aftur, þar sem Jan Oblak var í góðu stuði á milli stanganna.

Griezmann gerði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Frakkinn fékk þá boltann innan teigs eftir snertingu frá Alvaro Morata og lét vaða á markið. Knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu, Stole Dimitrievski var kominn í rangt horn og gat ekki varið.

Levante lagði þá Celta Vigo að velli fyrr í dag. Staðan var 0-2 í hálfleik og fékk Ryad Boudebouz rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Tíu heimamenn náðu ekki að koma til baka og enduðu á að tapa 1-4.

Celta 1 - 4 Levante
0-1 Jose Luis Morales ('20 )
0-2 Coke ('40 )
0-3 Jose Luis Morales ('62 )
1-3 Brais Mendez ('88 , víti)
1-4 Borja Mayoral ('89 )
Rautt spjald:Ryad Boudebouz, Celta ('49)

Rayo Vallecano 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Antoine Griezmann ('74 )
Athugasemdir
banner
banner