Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. febrúar 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Newport: Væri ólíklegasti sigur í sögu keppninnar
Mynd: Getty Images
Michael Flynn knattspyrnustjóri Newport County býst ekki við að sýnir menn nái að slá Englandsmeistara Manchester City úr leik í 16-liða úrslitum enska bikarsins í dag.

Man City er búið að spila tvo leiki í bikarnum og er með markatöluna 12:0. D-deildarlið Newport hefur þó komið öllum á óvart og er búið að slá Wrexham, Leicester City og Middlesbrough út í síðustu þremur umferðum.

„Ef við vinnum þetta, það skiptir ekki máli ef það gerist í framlengingu eða í vítaspyrnukeppni, þá verður það ólíklegasti sigur í sögu enska bikarsins," sagði Flynn á fréttamannafundi fyrir leikinn.

„Ég segi þetta með fyllstu virðingu fyrir öllum ólíklegustu úrslitum sögunnar."

Newport er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki síðan í lok nóvember og situr í 15. sæti, 8 stigum frá umspilssæti um að fara upp í C-deild. Þetta er í fyrsta sinn í 70 ár sem liðið kemst í 16-liða úrslit.

„Auðvitað er séns fyrir okkur í þessum leik, annars myndi ég bara mæta og gefa þeim leikinn strax og labba í burtu. Hver bjóst við að við næðum jafntefli gegn Tottenham á síðasta tímabili eða að við myndum sigra Leicester, Leeds og Middlesbrough?

„Við ætlum heldur ekki að mæta til að verjast bara, það er ekki séns. Ég vil frekar láta valta yfir mig heldur en að tapa 1-0 án þess að sýna metnað. Ég vil gefa stuðningsmönnum eitthvað til að trúa á. Ég veit að strákarnir geta unnið þennan leik."

Athugasemdir
banner
banner