Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 16. febrúar 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Houllier vildi fá Þórð Guðjónsson til Liverpool
Þórður Guðjónsson.
Þórður Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Skagamaðurinn Þórður Guðjónsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið þessa vikuna. Þórður fór yfir feril sinn með Jóa.

Þórður lék 58 A-landsleiki fyrir Ísland og lék í atvinnumennsku í Belgíu, á Englandi, Spáni og í Þýskalandi.

Hann segir í viðtalinu að Gerard Houllier heitinn hafi viljað fá sig til Liverpool í kringum árið 2000 en það gekk ekki eftir. Í staðinn fór hann til Spánar og samdi við Las Palmas.

„Viku áður en ég skrifaði undir hjá Las Palmas þá hitti ég Gerard Houllier í Brussel. Hann sagðist vera búinn að fylgjast með mér, en þá var EM í Belgíu og Hollandi. Hann sagði að af því hann væri að þjálfa Liverpool, þá þyrfti hann að geta sagt að hann horfði á EM og keypti leikmann af EM. 'Ef ég finn hann ekki, þá ert þú leikmaðurinn sem ég ætla að taka'," sagði Þórður.

„Pressan var það mikil að hvorki Genk né ég vorum tilbúin að bíða. Kanaríeyjar og La Liga hljómaði spennandi, þó Liverpool hafi verið mitt lið og svona."

Sumarið 2000 keypti Liverpool Nick Barmby, sem hafði farið með Englandi á EM, en hann spilaði í svipaðri stöðu og Þórður sem fór til Las Palmas.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner