Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 16. febrúar 2021 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman brosandi eftir tapið stóra
Ronald Koeman, stjóri Barcelona.
Ronald Koeman, stjóri Barcelona.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, er ekki sá vinsælasti í Barcelona eftir leik kvöldsins gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þetta var fyrri leikur liðanna og endaði hann með 1-4 sigri Paris Saint-Germain á útivelli.

Barcelona hefur verið á fínu skriði að undanförnu en fann ekki taktinn í kvöld. Varnarleikur liðsins var svo sannarlega ekki upp á marga fiska.

Eftir leikinn birtust myndir af Koeman þar sem hann var brosandi og hló er hann ræddi við Idrissa Gueye, miðjumann PSG. Gueye spilaði undir stjórn Koeman hjá Everton fyrir nokkrum árum síðan.

Seinni leikur PSG og Barcelona fer fram þann 10. mars næstkomandi. PSG hefur áður tapað niður forskoti á heimavelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en þeir hljóta að hafa lært af því.


Athugasemdir
banner
banner