þri 16. febrúar 2021 14:54
Elvar Geir Magnússon
Leno var sagt að fremja sjálfsvíg
Bernd Leno og Rúnar Alex Rúnarsson.
Bernd Leno og Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Getty Images
Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum og víðar um hótanir sem fótboltamenn fá í gegnum samfélagsmiðla.

Bernd Leno, markvörður Arsenal, segist hafa hætt að lesa samfélagsmiðla eftir að honum var sagt að gera það sama og Robert Enke.

Enke var þýskur markvörður sem framdi sjálfsvíg 2009, 32 ára gamall. Hann þjáðist af þunglyndi.

„Ég átti mjög slæman leik þegar ég var hjá Bayer Leverkusen og einn skrifað á samfélagsmiðli að ég ætti að 'gera eins og Enke'. Síðan ég las þetta þá fattaði ég hversu mikið af heimsku fólki er á samfélagsmiðlum," segir Leno.

„Ég les þess vegna þessa miðla ekki, jafnvel þó allt sé í góðu. Það gerir mig ekkert betri, ég þarf ekki á því að halda. Það er bara tímaeyðsla. Það eru svo margir sem fela sig bak við tölvurnar og vilja láta þér líða illa."

Instagram gaf það út í síðustu viku að miðillinn ætli að fara að taka harðar á grófum og særandi ummælum notenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner