lau 16. mars 2019 11:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Watford og Crystal Palace: Zaha ekki með
Zaha er fjarri góðu gamni.
Zaha er fjarri góðu gamni.
Mynd: Getty Images
Núna rétt eftir klukkan 12 hefst leikur Watford og Crystal Palace í ensku bikarkeppninni. Þetta er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum keppninnar.

Það eru þrír leikir á dagskrá í dag og er síðasti leikurinn í 8-liða úrslitunum á morgun þegar Milwall og Brighton eigast við.

Leikir dagsins:
12:15 Watford - Crystal Palace (Stöð 2 Sport)
17:20 Swansea - Man City (Stöð 2 Sport 3)
19:55 Wolves - Man Utd (Stöð 2 Sport 2)

Watford gerir átta breyingar á sínu byrjunarliði frá 3-1 tapinu gegn Manchester City. Heurelho Gomes gæti verið að spila sinn síðasta leik fyrir Watford, en hann kemur inn í stað Ben Foster.

Hjá Palace er Wilfried Zaha fjarverandi vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir Palace enda er Zaha besti leikmaður liðsins. Max Meyer kemur inn í hans stað. Cheikhou Kouyate og Martin Kelly koma líka inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Watford: Gomes, Femenia, Mariappa, Cathcart, Holebas, Hughes, Doucoure, Capoue, Pereyra, Delefeou, Deeney.

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Wan-Bissaka, Kelly, Tomkins, Schlupp, Milivojevic, Kouyate, Meyer, McArthur, Townsend, Batshuayi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner