Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. mars 2019 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
England: Aguero kom af bekknum og bjargaði City
Sergio Agüero og Bernardo Silva unnu leikinn fyrir Man City.
Sergio Agüero og Bernardo Silva unnu leikinn fyrir Man City.
Mynd: Getty Images
Swansea 2 - 3 Manchester City
1-0 Matt Grimes ('20 , víti)
2-0 Bersant Celina ('29 )
2-1 David Silva ('69 )
2-2 Sergio Aguero ('78 , víti)
2-3 Sergio Aguero ('89 )

Swansea tók á móti Manchester City í 8-liða úrslitum enska bikarsins í leik þar sem allir bjuggust við auðveldum sigri Englandsmeistaranna.

Raunin varð önnur og komust heimamenn yfir með marki úr vítaspyrnu á 20. mínútu. Bersant Celina tvöfaldaði svo forystu Svananna sem spiluðu gríðarlega vel og héldu út til hálfleiks.

Heimamenn héldu áfram að halda City í skefjum þar til Bernardo Silva minnkaði muninn á 69. mínútu. Agüero jafnaði svo úr afar umdeildri vítaspyrnu og gerði sigurmarkið undir lokin en var líklega rangstæður.

Svanirnir hafa því margar ástæður til að vera ósáttir að leikslokum, þar sem þeir komust hársbreidd frá því að slá City úr bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner