lau 16. mars 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola skýtur á Sancho: Hann vildi ekki taka slaginn
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, skýtur létt á Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund en ungstirnið yfirgaf City fyrir Dortmund.

Það kom mörgum á óvart árið 2017 er ungur Sancho ákvað að semja við Dortmund í Þýskalandi. Hann kostaði ríflega 8 milljónir punda og er aðeins 18 ára gamall en samt stjarna Dortmund á þessu tímabili.

Sancho vildi ekki vera áfram hjá City og taldi sig ekki eiga möguleika á að komast í liðið. Guardiola skaut á hann í viðtali en hrósaði honum einnig fyrir afrekin.

„Ég veit það ekki. Hann ákvað bara að taka ekki slaginn. Hann vildi fá tækifæri til þess að komast að því hvort hann gæti þetta," sagði Guardiola.

„Hann ákvað að fara þangað. Það er frábært og það gengur vel hjá honum. Ég óska honum til hamingju," sagði Guardiola í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner