Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. mars 2019 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi nýtur þess að vinna með Silva - Sér alltaf bílinn hans
Gylfi og Marco Silva ræða málin.
Gylfi og Marco Silva ræða málin.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, er í viðtali við John Cross á Mirror. Í viðtalinu ræddi hann meðal annars um áhrifin sem Lampard-feðgarnir hafa haft á feril sinn.

Í viðtalinu ræðir hann einnig um Marco Silva, stjóra sinn hjá Everton.

Silva tók við Everton fyrir tímabilið og er samband hans við Gylfa mjög gott. Gylfi er að eiga gott tímabil og er hann að fá að spila í sínu besta hlutverki.

„Ég finn fyrir miklu trausti og mikilli trú frá stjórnum," segir Gylfi. „Ég kann mjög vel við hann og nýt þess mikið að vinna með honum."

Gylfi segir að Silva leggi mikið púður í starf sitt. Miðað við lýsingu Gylfa þá má segja að Silva sé vinnufíkill.

„Hann tekur starf sitt mjög alvarlega. Hann er beinskeyttur við leikmennina. Hann er alltaf á æfingasvæðinu. Bíllinn hans er alltaf hérna, hvort sem ég er að koma eða fara," segir Gylfi, sem er nú þekktur fyrir að verja miklum tíma á æfingasvæðinu.

Þrátt fyrir að Gylfi hafi verið að standa sig vel þá er tímabilið búið að vera vonbrigði fyrir Everton sem situr í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Starf Silva er ekki endilega mjög öruggt.

„Okkur finnst við geta staðið í bestu liðunum og við sýndum það til dæmis í báðum leikjunum okkar gegn Liverpool. Andrúmsloftið þegar við spilum gegn Liverpool er það besta sem ég hef spilað í. Það gefur okkur aukna orku."

„Liðið okkar er betra en það sem erum að sýna í augnablikinu."

Stóð sig ekki nægilega vel í pílunni
Everton leggur mikið upp úr því að sinna samfélagsvinnu og tekur Gylfi þátt í henni fyrir hönd félagsins. Á dögunum tók Gylfi þátt í pílukasti og spilaði hann gegn Phil Jagielka og Leon Osman. Það gekk ekki nægilega vel fyrir Íslendinginn.

„Pabbi hefði ekki verið stoltur af mér," sagði Gylfi en faðir hans, Sigurður Aðalsteinsson var á sínum tíma Íslandsmeistari í pílukasti.

Pílukastið var hluti af góðgerðarkvöldi Everton. Markmiðið með kvöldinu var að safna pening fyrir geðheimili.

Everton er að spila í ensku úrvalsdeildinni gegn Chelsea á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16:30
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner