Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. mars 2019 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Valur og Þór/KA með 5-2 sigra
Úr leik hjá Val og Þór/KA.
Úr leik hjá Val og Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir voru í A-deild Lengjubikars kvenna í dag og enduðu þeir með sömu markatölunni.

ÍBV og Þór/KA áttust við í Akraneshöllinni. Staðan var 1-1 eftir 10 mínútur en Þór/KA setti í næsta gír eftir það og komst í 4-1 þegar Lára Kristín Pedersen skoraði á 26. mínútu.

Sigríður Lára Garðarsdóttir minnkaði muninn rétt fyrir hlé, en það gerði lítið gagn. Þór/KA sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og urðu lokatölur 5-2.

Á Selfossi vann Valur einnig 5-2 sigur. Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Margrét Lára Viðarsdóttir komu Val í 3-0 eftir rúmar 20 mínútur og ljóst var að verkefnið yrði erfitt fyrir Selfoss eftir það.

Selfoss sýndi hins vegar karakter og minnkaði muninn í 3-2. Þannig var staðan í hálfleik.

En sagan á Selfoss var mjög svipuð því sem gerðist á Akranesi og landaði Valur sigrinum í síðari hálfleik. Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Margrét Lára skoruðu mörkin í seinni hálfleiknum.

Valur er að spila vel og er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Þór/KA með fjögur stig eftir þrjá leiki. Bæði ÍBV og Selfoss eru án stiga.

ÍBV 2 - 5 Þór/KA
0-1 Margrét Árnadóttir ('4)
1-1 Cloé Lacasse ('8)
1-2 Rut Matthíasdóttir ('14)
1-3 Sandra Mayor ('17)
1-4 Lára Kristín Pedersen ('26)
2-4 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('43, víti)
2-5 Jakobína Hjörvarsdóttir ('51)

Selfoss 2 - 5 Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('14)
0-2 Elín Metta Jensen ('19)
0-3 Margrét Lára Viðarsdóttir ('21)
1-3 Magdalena Anna Reimus ('23, víti)
2-3 Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('30)
2-4 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('47)
2-5 Margrét Lára Viðarsdóttir ('66)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner