lau 16. mars 2019 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: ÍA ekki í vandræðum með Magna
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Magni 1 - 4 ÍA
0-1 Einar Logi Einarsson ('21)
0-2 Arnór Snær Guðmundsson ('49)
0-3 Gonzalo Zamorano ('68)
0-4 Bjarki Steinn Bjarkason ('81)
1-4 Lars Óli Jessen ('92)

Magni tók á móti ÍA í Boganum í síðasta leik kvöldsins hér á landi og gerði Einar Logi Einarsson eina mark fyrri hálfleiksins.

Arnór Snær Guðmundsson tvöfaldaði forystu Skagamanna í upphafi síðari hálfleiks áður en Gonzalo Zamorano og Bjarki Steinn Bjarkason innsigluðu sigurinn.

Lars Óli Jessen skoraði eitt mark fyrir Magna í uppbótartíma og öruggur sigur ÍA staðreynd.

ÍA lýkur riðlakeppninni með fullt hús stiga á meðan Magni endar á botninum með þrjú stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner