Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. mars 2019 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
Pellegrini: Hata þegar liðið mitt spilar illa
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini er stoltur af endurkomu sinna manna gegn Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.

West Ham var tveimur mörkum undir þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma en náði að koma til baka á ótrúlegan hátt. Javier Hernandez kom inn af bekknum og setti tvennu og lauk leiknum með 4-3 sigri Hamranna.

„Við gáfumst aldrei upp þó við höfum verið að tapa 1-3, það segir mikið til um viljastyrk og liðsheild. Við vissum að það yrði erfitt að snúa stöðunni við en gerðum það samt, ég er stoltur af því," sagði Pellegrini.

„Marko (Arnautovic) átti kannski ekki sinn besta leik en það er ekki hægt að kenna honum um, þetta er liðsíþrótt. Við unnum leikinn þökk sé skiptingunum, sem betur fer erum við með breiðan hóp og með góða menn sem geta stigið inn. Javier (Hernandez) átti frábæra innkomu, hann hefur verið öflugur í síðustu leikjum.

„Ég hata þegar liðið mitt spilar illa hvort sem við vinnum eða töpum. Stigin skipta þó öllu máli, að vinna 4-3 og skora þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum er gott bæði fyrir liðið og stuðningsmenn."

Athugasemdir
banner
banner