Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 16. mars 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Peningar vinna ekki alltaf en Klopp eyddi 500 milljónum"
Niko Kovac.
Niko Kovac.
Mynd: Getty Images
Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, var svekktur þegar hans menn töpuðu gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.

Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tapaði Bayern 3-1 á heimavelli og er úr leik. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem Bayern fellur út svona snemma.

Eftir tapið talaði Kovac um það að Bayern geti ekki keppt við stærstu félög Evrópu, þá sérstaklega félög í ensku úrvalsdeildinni. Það er vegna þess að þessi félög eyði miklu meiri fjármunum í leikmannakaup.

„Peningar vinna ekki alltaf, en Jurgen Klopp hefur eytt 500 milljónum evra á síðustu fjórum árum," sagði Kovac.

„Við gerðum það ekki. Þetta er forskot fyrir Liverpool. Við verðum að halda áfram að plana og sjá hvað við getum gert betur fyrir næsta tímabil. Það er ekki slys að þrjú þýsk félög séu slegin út af enskum liðum."

Kovac segir að það heilli meira að fara í ensku úrvalsdeildina og því þurfi þýsk félög að leitast eftir ungum og efnilegum leikmönnum.

Bayern hefur nú þegar hafið vinnu við að styrkja leikmannahópinn fyrir næsta tímabil. Félagið er búið að kaupa franska varnarmanninn Benjamin Pavard og eru leikmenn eins og Callum Hudson-Odoi, Kai Havertz og Lucas Hernandez sagðir á óskalistanum.


Athugasemdir
banner
banner