Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. mars 2019 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Er öðruvísi en 99% knattspyrnustjóra
Vill taka seinni leikinn á útivelli
Mynd: Getty Images
Manchester United á erfitt verkefni fyrir höndum gegn Lionel Messi og félögum í Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var í gær.

Þrátt fyrir að Barcelona hafi komið á undan upp úr pottinum og venjan er að það lið sem dregið er á undan byrjar á heimavelli þá mun fyrri leikurinn i einvíginu verða á Old Trafford.

Lögreglan og borgaryfirvöld í Manchester vilja ekki að tveir leikir séu í borginni í sömu leikviku og búið var að draga Manchester City í heimaleik gegn Tottenham í seinni umferðinni.

Var United-leiknum víxlað þar sem Manchester City endaði ofar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Stuðningsmenn Manchester United voru ekkert kampakátir með þessa niðurstöðu en Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, hefur ekkert á móti henni. Hann er sáttur.

„Ég er örugglega allt öðruvísi en 99% knattspyrnustjóra þar sem ég vil helst taka seinni leikinn á útivelli eins og við gerðum gegn PSG. Ef við náum í góð úrslit á heimavelli þá vitum við að við getum farið á útivöll og gert góða hluti eins og við gerðum í París," sagði Solskjær.

Solskjær er spenntur fyrir því að mæta Barcelona. Hann á sérstaklega góðar minningar frá Katalóníu. Hann skoraði sigurmarkið fyrir United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 þegar United lagði Bayern á magnaðan hátt.

„Við viljum þessa leiki gegn stærstu félögunum og bestu liðunum. Við spiluðum úrslitaleiki gegn þeim 2009 og 2011 og undanúrslitin 2008 þegar Scholesy skoraði. Stuðningsmönnum okkar dreymir um þessa leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner