banner
   lau 16. mars 2019 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sviss: Flautuðu leikinn af vegna óláta stuðningsmanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sion 2 - 0 Grasshoppers
1-0 R. Uldrikis ('21)
2-0 P. Kasami ('30)

Rúnar Már Sigurjónsson var í liði Grasshoppers sem heimsótti Sion í svissneska boltanum í dag.

Rúnar og félagar áttu arfaslakan fyrri hálfleik og lentu 2-0 undir en flauta þurfti leikinn af í upphafi síðari hálfleiks.

Dómarinn flautaði af vegna óláta stuðningsmanna Grasshoppers sem hættu ekki að skjóta blysum inn á völlinn.

Dómarinn stöðvaði leikinn einu sinni í fyrri hálfleik og einu sinni í síðari hálfleik en eftir það var honum nóg boðið.

Leikurinn mun líklega vera skráður sem tap fyrir Grasshoppers sem er á botni deildarinnar. Það er ekki mikið eftir af tímabilinu og þurfa Rúnar og félagar að byrja að vinna leiki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner