Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2019 16:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Augsburg vann í endurkomu Alfreðs
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg eftir meiðsli í dag. Hann byrjaði gegn Hannover í mikilvægum leik.

Augsburg byrjaði ekki vel og lenti undir eftir 8 mínútur og var staðan þannig alveg fram á 65. mínútu. Þá jafnaði Sergio Cordova fyrir Augsburg, en hann hafði komið inn á fyrir Alfreð nokkrum mínútum áður.

Jonathan Schmid kom Augsburg yfir á 78. mínútu og Andre Hahn gerði þriðja mark Augsburg á 86. mínútu. Lokatölur 3-1 fyrir Augsburg og mikilvægur sigur staðreynd. Augsburg er núna fimm stigum frá fallsvæðinu.

RB Leipzig er í þriðja sæti eftir 1-0 sigur á Schalke. Timo Werner gerði sigurmarkið í þeim leik.

Þá burstaði Wolfsburg lið Fortuna Dusseldorf og Stuttgart og Hoffenheim gerðu 1-1 jafntefli.

Núna á eftir getur Dortmund endurheimt toppsætið þegar liðið heimsækir Hertha Berlín.

Schalke 04 0 - 1 RB Leipzig
0-1 Timo Werner ('14 )

Stuttgart 1 - 1 Hoffenheim
0-1 Andrej Kramaric ('42 )
1-1 Steven Zuber ('66 )

Augsburg 3 - 1 Hannover
0-1 Hendrik Weydandt ('8 )
1-1 Sergio Cordova ('65 )
2-1 Jonathan Schmid ('78 )
3-1 Andre Hahn ('86 )

Wolfsburg 5 - 2 Fortuna Dusseldorf
0-1 Kaan Ayhan ('30 )
1-1 Admir Mehmedi ('34 )
2-1 Robin Knoche ('54 )
3-1 Wout Weghorst ('54 )
4-1 Robin Knoche ('57 )
4-2 Benito Raman ('65 )
5-2 Wout Weghorst ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner