Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. mars 2020 15:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Sportið í dag 
Aukið svigrúm til að spila Pepsi Max-deildina ef EM verður frestað
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sér ekki annað en að lokakeppni Evrópumóts landsliða verði frestað.

Talað er um að EM verði frestað um eitt ár og það spilað sumarið 2021. Guðni sagði í viðtali við Sportið í dag á Stöð 2 Sport að hann væri hlynntari þeirri hugmynd en að færa mótið til desember á þessu ári.

Á morgun verður stór videofundur UEFA með aðildarfélögum sínum en Guðni verður þátttakandi á þeim fundi.

Guðni telur nær engar líkur á því að landsleikur Íslands og Rúmeníu fari fram eftir tíu daga. Frestun á umspilinu verður væntanlega staðfest á morgun.

Guðni segir mögulegt að leikjunum verði frestað til júní.

„Við höfum lagt mikið á okkur til að reyna að spila þennan leik hér fyrir þjóðina. Það er verst að þessi vinna hefur þá farið fyrir bí," segir Guðni við Stöð 2 Sport en hitapulsan kostaði sitt. Hann talar um að tap sambandsins vegna undirbúnings fyrir leik sem fer væntanlega ekki fram nemi um 50-60 milljónir króna.

„Að öllum líkindum fellur þetta á sambandið. Við höfum rætt við UEFA."

Ef EM fer ekki í fram í sumar þá gefst aukið svigrúm til að spila Pepsi Max-deildina. Deildin gæti þá hafist síðar en algjör óvissa er um hvenær deildin mun geta farið af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner