banner
   mán 16. mars 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Begovic: Mílanó eins og í hryllingsmynd
Asmir Begovic.
Asmir Begovic.
Mynd: Getty Images
„Göturnar eru algjörlega tómar og Mílanó er eins og atriði í hryllingsmynd," segir Asmir Begovic, varamarkvörður AC Milan.

Kórónaveiran hefur bitið Ítalíu fast en það er búið að loka nánast öllu í landinu og fólki sagt að halda sér heima.

„Eina sem er opið eru matvöruverslunar. Þú getur keypt þér smá mat og svo verður þú að fara beint aftur heim. Þetta er eins og að vera í bíómynd. Ég hef aldrei upplifað annað eins og ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir ástandinu hérna."

„Veiran hefur haft mikil áhrif á Ítalíu. Margir hafa dáið og þetta er agalegt ástand. Maður verður bara að vona að hlutirnir verði eðlilegir aftur sem fyrst."

Sjö leikmenn úr ítölsku A-deildinni hafa sýkst af veirunni og deildinni hefur verið frestað.

„Þetta er mjög furðulegt. Það er skrítið að geta ekki æft. Ég reyni að halda mér upptöknum, tek upp hlaðvörð og horfi á Netflix," segir Begovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner