Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 16. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Höness: Fráleitt að halda Evrópumót í sumar
Mynd: Getty Images
Uli Höness, fyrrum leikmaður og forseti FC Bayern, telur að kórónaveiruna megi ekki vanmeta og segir fráleitt að spila Evrópumót landsliða í sumar.

„Það er venjulegt að allt hafi verið stöðvað. Það er mikivægt að fólk sýni þolinmæði og bíði eftir að tölur sýktra byrji að lækka af viti. Áður en það gerist verðum við að halda okkur heima," sagði Höness.

„Þetta vandamál er rétt að byrja og það væri fráleitt að reyna að spila Evrópumót í tólf mismunandi borgum í sumar. Algjörlega fráleitt. Við gætum þurft að bíða þar til í október."

Líklegt er að EM fari annað hvort fram næsta vetur eða sumarið 2021.
Athugasemdir
banner
banner