mán 16. mars 2020 11:15
Magnús Már Einarsson
KSÍ ekki tekið neina ákvörðun með Íslandsmótið
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ekki ljóst hvort að Íslandsmótinu verði frestað vegna kórónuveirunnar.

Samkomubann tók gildi í dag til 13. apríl en keppni í Pepsi Max-deild karla á að hefjast 22. apríl og nokkrum dögum síðar eiga aðrar deildir að hefjast.

Mjólkurbikar karla á að hefjast 8. apríl og að óbreyttu verður leikjum þar frestað. Klara segir ekkert ljóst með frestun á Íslandsmótinu en Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, vill sjá að minnsta kosti mánaðar seinkun á mótinu.

„Það hefur ekkert verið ákveðið í því sambandi," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

„Það er stjórnarfundur á fimmtudag en það verður ekkert ákveðið þar heldur. Við munum ræða stöðuna sem er komin upp. Það er erfitt að ákveða eitthvað því við vitum ekki hversu lengi þetta mun standa."

Sjá einnig:
Kristján G: Lágmark mánaðar seinkun á mótum
Athugasemdir
banner
banner
banner