Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. mars 2020 08:19
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Gremio mættu til leiks með grímur
Leikmenn Gremio með grímurnar.
Leikmenn Gremio með grímurnar.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Gremio í Brasilíu mættu til leiks gegn Sao Luiz með grímur. Þjálfari liðsins, Renato Portaluppi, var einnig með grímu þegar gengið var til leiks.

Leikurinn var spilaður án áhorfenda vegna heimsfaraldursins.

Með þessu athæfi sínu vildi Gremio mótmæla þeirri ákvörðun að deildinni hafi ekki verið frestað þrátt fyrir ástandið.

Gremio spilaði reyndar ekki með grímurnar í leiknum sjálfum en þar vann liðið 3-2 sigur.

„Allur heimurinn hefur stöðvast. Af hverju á ekki að stoppa brasilíska fótboltann líka? Ég vona að hlustað sé á okkar raddir," sagði Portaluppi á fréttamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner
banner