Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 16. mars 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Van Dijk óttast að fá bikarinn fyrir framan tóma stúku
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hefur áhyggjur af því að liðið fái afhentan bikarinn fyrir sigur í ensku úrvalsdeildinni fyrir framan tómar stúkur á Anfield.

Vegna kórónuveirunnar hefur keppni í ensku úrvalsdeildinni verið frestað þar til í apríl að minnsta kosti. Ekki er ólíklegt að leikið verði fyrir luktum dyrum þegar keppni fer af stað á ný.

„Ef við vinnum þetta fyrir framan tóman leikvang og stuðningsmennirnir verða ekki þar þá verð ég mjög svekktur fyrir þeirra hönd," sagði Van Dijk.

„Augljóslega ef það eru ekki stuðningsmenn á Anfield þá verður það svolítið áfall. Enginn vill spila leiki án þess að vera með stuðningsmenn."

„Við þurfum að taka þessu þangað til einhver ákvörðun verður tekin. Þegar það gerist þá munum við mæta með titilinn til stuðningsmann a, það er klárt mál."

Athugasemdir
banner
banner