Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. mars 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
A-landsliðið getur kallað upp úr U21 í miðjum glugga
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðsins.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun birti UEFA landsliðshóp Íslands fyrir lokamót Evrópumóts U21 landsliða.

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Anderson eru meðal leikmanna sem valdir eru í U21 hópinn. Á sama tíma og U21 mótið fer fram þá leikur A-landsliðið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM.

Reglur UEFA eru á þá leið að A-landsliðið getur alltaf kallað einhvern upp úr U21 hópnum. Sem dæmi gæti Jón Dagur mögulega leikið fyrsta leik/fyrstu leiki U21 liðsins en farið svo á móts við A-landsliðið og leikið fyrir það gegn Armenum eða Liechtenstein.

Á hinn bóginn getur U21 ekki fengið leikmenn niður úr A-landsliðshópnum.

Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru ekki í U21 hópnum og verða væntanlega í A-landsliðshópnum sem opinberaður verður á morgun, nema heimasíða UEFA verði fyrri til!

FIMMTUDAGUR 25. MARS
17:00 U21: Rússland - Ísland
19:45 A: Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
13:00 U21: Ísland - Danmörk
16:00 A: Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
16:00 U21: Ísland - Frakkland
18:45 A: Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir
banner
banner