Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. mars 2021 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Ingvi: Þeir seldu mér hugmyndina
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef fylgst með þessari deild úr fjarlægð síðustu ár og hún vex bara með árunum," sagði íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í viðtali á heimasíðu New England Revolution en hann gekk formlega til liðs við félagið í dag.

Arnór hefur spilað með sænska félaginu Malmö síðustu ár en New England keypti hann í dag fyrir um það bil 45-60 milljónir króna.

Hann verður fjórði Íslendingurinn til þess að spila í MLS-deildinni en Guðlaugur Victor Pálsson spilaði með New York Red Bull, Kristinn Steindórsson með Columbus Crew og þá leikur Guðmundur Þórarinsson með New York City í dag.

Arnór er spenntur fyrir þessu ævintýri en hann hefur verið í viðræðum við félagið í nokkra mánuði.

„Ég hef fylgst vel með á samfélagsmiðlum og það er búið að tagga mig á Twitter og Instagram, það er gaman að sjá að. Ég hef talað við konuna mína um þetta og fólk vill fá mig hingað. Það var því skrifað í skýin að ég myndi koma hingað og ég gerði allt til þess að þetta myndi ganga upp," sagði Arnór.

„Ég hef viljað spila í MLS-deildinni í einhvern tíma og þegar þetta tækifæri kom upp þá var þetta engin spurning. Deildin er að verða betri með hverju árinu og laðar að sér leikmenn frá öllum heimshornum og ég vil bætast við þann lista. Þetta var engin spurning, ég vildi bara skrifa undir."

„Boston heillaði mig og liðið og hvernig það spilaði á síðustu leiktíð. Þetta er mjög spennandi allt saman. Liðið komst alla leið í úrslitakeppnina og ég er enn að læra að þetta eru tvær deildir. Þeir seldu mér hugmyndina þegar ég talaði við þá og að næsta skref væri að taka þetta alla leið."

Arnór bíður nú eftir því að fá vegabréfsáritun og mun eftir það ganga til liðs við félagið en hann skrifaði undir tveggja ára samning við New England með möguleika á að framlengja um annað ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner