Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. mars 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Heldur Real Madrid út gegn Atalanta?
Mynd: Fótbolti.net
Real Madrid leiðir eftir fyrri leikinn gegn Atalanta.
Real Madrid leiðir eftir fyrri leikinn gegn Atalanta.
Mynd: Getty Images
Manchester City er í góðum málum.
Manchester City er í góðum málum.
Mynd: Getty Images
16-liða úrsilt Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum



Kristján Guðmudsson

Manchester City 3 - 0 Gladbach (Samanlagt 5-0)
Alveg sorglegt að við fengum ekki að sjá Gladbach í sínu besta formi gegn City. Það hefði verið forvitnilegt að sjá hversu langt pressuleikur Gladbach hefði farið í þessu einvígi. Í staðinn þá upplifum við öruggan sigur City liðsins gegn Gladbach sem er algerlega búið að missa tökin á leiktímabilinu hjá sér.

Real Madrid 1 - 2 Atalanta (Samanlagt 2-2, Atalanta áfram Madridar liðið vann vel fyrir sigrinum í Bergamo þó auðvitað hafi hjálpað að Freuler var rekinn útaf. Tilfinningin er þó ennþá sú að Atalanta fari í gegnum þetta einvígi sem sigurvegari. Ítalirnir munu ná að skora hið mikilvæga útivallarmark. Valverde mun spila í stöðu Casemiro sem er í leikbanni og það mun ekki duga til að verja vörn Madridinga nægjanlega vel. Spennandi leikur framundan og jafnvel fleiri mörk en þessi þrjú.

Guðmundur Steinarsson

Manchester City 3 - 0 Gladbach (Samanlagt 5-0)
Þetta er mest óspennandi einvígið í keppninni eins og er. City á svakalega góðu róli, er að ná að dreyfa álagi á leikmenn og nánast allt sem gengur upp hjá þeim. Á sama tíma er Gladbach að ströggla heima fyrir. City er alltaf að fara klára þennan leik og um leið einvígið, spurningin er bara hversu stór verður sigurinn.

Real Madrid 2 - 1 Atalanta (Samanlagt 3-1)
Madridingar náðu mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum. Grunar að þessi viðureign gæti orðið mjög spennandi. Atalanta er lið sem skapar alltaf tækifæri og yfirleitt nógu mörg þannig að allavega eitt nýtist. Real Madrid er á ágætis róli og ættu að sigla þessu heim. Ætla samt að spá tæpum sigri. Real jafnar seint og skorar sigurmark í lokin.

Fótbolti.net - Mate Dalmay

Manchester City 3 - 1 Gladbach (Samanlagt 5-1)
Gladbach eru Atl.Madrid fátæka mannsins, mikill iðnaður en minna um gæði. Þjóðverjarnir munu óvænt komast yfir og berjast með von í hjarta, en að lokum tapa þeir 3-1 og falla úr leik með 5-1 niðurstöðu.

Real Madrid 1 - 2 Atalanta (Samanlagt 2-2)
Real Madrid, mínir fyrrum menn sem ég ber engar taugar til lengur, fara með góða forystu inn í þennan á heimavelli. Zidane sagði um daginn að Ronaldo væri velkominn tilbaka Ó? Hugsuðu flestir. Ég spái 1-2 sigri Atalanta sem komast því áfram.

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 3
Fótbolti.net - 3
Kristján Guðmundsson - 2
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner