Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. mars 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Birtu falsfrétt á miðlum Real Madrid
Rodrygo.
Rodrygo.
Mynd: Getty Images
Real Madrid birti í gær frétt á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum sínum þess efnis framherjinn Rodrygo Goes væri meiddur.

Stuðningsmenn Real Madrid voru svekktir yfir fréttunum enda var fyrr í vikunni tilkynnt að Eden Hazard væri frá keppni vegna meiðsla.

Fréttirnar um Rodrygo eru hins vegar ekki réttar samkvæmt fjölmiðlum á Spáni. Talið er að einhver aðili hafi náð að brjótast inn á heimasíðu og samfélagsmiðla Real Madrid og birt færsluna.

Færslan þótti grunsamleg en hún var orðuð á allt annan hátt en venjulegar fréttir af meiðslum leikmanna.

Real Madrid rannsakar nú málið en Rodrygo er sagður heill og hann getur því spilað gegn Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner