Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. mars 2021 14:50
Elvar Geir Magnússon
Borgirnar verða að ábyrgjast að áhorfendur verði leyfðir
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikurinn verður á Wembley.
Úrslitaleikurinn verður á Wembley.
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að þær borgir sem hýsa eigi leiki á EM í sumar verði að geta ábyrgst að áhorfendum verði hleypt á leikina.

EM átti upphaflega að vera haldið í fyrra og áfram er áætlað að mótið verði í tólf evrópskum borgum.

Dreifing Covid-19 veirunnar og mismunandi sóttvarnareglur í löndunum gera að verkum að óvíst er hvort allar borgirnar muni geta hleypt fólki á leikina.

Fótboltinn er enn spilaður fyrir framan luktar dyr um alla Evrópu.

„Það eru mismunandi sviðsmyndir klárar en við útilokum það að einhverjir leikir verði án áhorfenda. Allar borgirnar verða að geta tryggt að það verði áhorfendur," segir Ceferin.

UEFA gefur sér tíma til 20. apríl áður en allt verður að vera klárt varðandi mótafyrirkomulagið. Einhverjar borgir gætu misst gestgjafarétt sinn.

„Best væri að spila mótið í þessum tólf borgum en ef það er ekki möguleiki þá fer mótið fram í tíu eða ellefu löndum ef einhverjir leikvangar uppfylla ekki skilyrði okkar."

Þetta eru leikvangarnir tólf:
Amsterdam (Holland) - Johan Cruyff Arena
Baku (Aserbaídsjan) - Ólympíuleikvangurinn
Bilbao (Spánn) - San Mames
Búkarest (Rúmenía) - Arena Nationala
Búdapest (Ungverjaland) - Puskas Arena
Kaupmannahöfn (Danmörk) - Parken
Dublin (Írland) - Aviva
Glasgow (Skotland) - Hampden Park
London (England) - Wembley
München (Þýskaland) - Allianz Arena
Róm (Ítalía) - Stadio Olimpico
Pétursborg (Rússland) - Krestovsky

Opnunarleikurinn á að fara í Róm en á Wembley verða báðir undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn sjálfur.
Athugasemdir
banner
banner
banner