Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. mars 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Bruce Arena spenntur fyrir Arnóri Ingva
Arnór Ingvi í landsleik gegn Rúmenum í fyrra.
Arnór Ingvi í landsleik gegn Rúmenum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruce Arena, þjálfari New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, er hæstánægður með að félagið hafi náð að kaupa kantmanninn Arnór Ingva Traustason frá Malmö.

Tilkynnt var um félagaskiptin í gær en hinn 27 ára gamli Arnór Ingvi spilar með New England Revolution á komandi tímabili í Bandaríkjunum.

„Arnór er hæfileikaríkur leikmaður sem kemur með mikla reynslu úr landsliði og félagsliði inn í hópinn okkar," sagði Bruce Arena en hann þjálfaði bandaríska landsliðið áður en hann tók við New England Revolution árið 2019.

„Við erum spenntir yfrir því að fá hann í liðið og vonumst til að geta komið honum inn í hlutina eins fljótt og hægt er."

Lið New England er áhugavert og komst í undanúrslit í úrslitakeppni MLS í fyrra. Eigandi félagsins er moldríkur en frægasti leikmaður liðsins er líklegast Spánverjinn Carles Gil, fyrrum miðjumaður Valencia og Aston Villa.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner