Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 16. mars 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Che Adams er búinn að velja skoska landsliðið
Mynd: Getty Images
Steve Clarke, landsliðsþjálfara Skotland, hefur tekist að sannfæra sóknarmanninn Che Adams um að spila fyrir skoska A-landsliðið.

Adams er fæddur og uppalinn á Englandi en amma hans í móðurætt er skosk og þar af leiðandi er Adams gjaldgengur með skoska landsliðinu.

Skotar reyndu að fá Adams til að spila fyrir U21 liðið sitt fyrir nokkrum árum en hann neitaði því.

Adams vill spila fyrir enska landsliðið og á tvo leiki að baki fyrir U20 liðið.

Það er þó ansi mikil barátta um framherjastöðurnar þar sem menn á borð við Harry Kane, Jamie Vardy og Dominic Calvert-Lewin hafa verið funheitir á tímabilinu.

Adams er 24 ára gamall og hefur skorað 11 mörk í 67 leikjum hjá Southampton.

Daily Record greinir frá þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner