þri 16. mars 2021 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Dagný Brynjars spilar á Old Trafford
Dagný mun spila gegn Man Utd í sögulegum leik á Old Trafford
Dagný mun spila gegn Man Utd í sögulegum leik á Old Trafford
Mynd: West Ham
Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham United munu spila gegn Manchester United á Old Trafford þann 27. mars næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu Man Utd.

Þetta verður í fyrsta sinn sem kvennalið Manchester United spilar á Old Trafford í sögu félagsins.

Landsleikjatörn er framundan og næsti heimaleikur karlaliðsins ekki fyrr en 4. apríl og því var nýtt tækifærið að spila á Old Trafford en vanalega spilar liðið á Leigh Sport Village-vellinum.

Leikurinn fer fram þann 27. mars og hefst klukkan 11:30.

Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir samdi við West Ham í lok janúar og spilaði svo sinn fyrsta leik á dögunum en nú mun hun spila á Leikvangi Draumanna. Casey Stoney, þjálfari Man Utd, segir þetta stórt augnablik fyrir liðið og kvennafótboltann.

„Það er augljóslega mjög sérstakt augnablik í sögu liðsins að spila á Old Trafford og þetta er frábært tækifæri til að auglýsa kvennabolta, sem hefur náð að vaxa og dafna síðustu ár. Við munum auðvitað sakna þess að hafa ekki stuðningsmennina með okkur því þeir eru svo mikilvægur partur af félaginu og við höfum fundið hlýja strauma frá þeim á þessu tímabili til þessa. Við getum ekki beðið eftir að fá þá aftur á völlinn sem fyrst og vonandi fáum við fleiri tækifæri til að spila á Old Trafford í framtíðinni," sagði Casey Stoney, þjálfari United við heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner