Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. mars 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel James gæti aldrei spilað með Leeds en Jói Berg gæti það
Daniel James.
Daniel James.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Rætt var ítarlega um Leeds í hlaðvarpsþættinum "enski boltinn" í gær en félagið komst aftur upp í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta tímabil eftir 16 ára vera í B- og C-deild. Leeds hefur gert mjög vel á leiktíðinni og er núna í 12. sæti deildarinnar.

Í janúar var kantmaðurinn eldsnöggi Daniel James orðaður við Leeds en þeir Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson telja að hann muni aldrei geta spilað fyrir félagið þar sem hann er á mála hjá Manchester United.

James var næstum því farinn til Leeds í janúar 2019 en það gekk ekki eftir þar sem Swansea ákvað að lokum að selja hann ekki. Hann var það nálægt því að semja að hann var myndaður með treyju Leeds.

Það er mikill rígur á milli Man Utd og Leeds og stuðningsmenn Leeds vilja ekki sjá leikmenn með tengingu við Rauðu djöflana í þeirra treyju.

„Daniel James mun aldrei koma til Leeds. Það er alltaf hugmynd um að hann komi á láni en það er ekki að fara að gerast. Leeds fékk einu sinni leikmann á láni frá Man Utd, Liam Miller. Hann var kannski að standa sig vel en stuðningsmenn Leeds bauluðu alltaf á hann," sagði Máni Pétursson.

„Hann fengi aldrei stuðningsmennina yfir á sitt band. Það er nóg að vera fæddur í Barnsley eða Sheffield, þá áttu erfitt uppdráttar," sagði Agnar Þór Hilmarsson.

„Það var eins og með Kasper Schmeichel, hann fattaði það eftir eitt ár að hann yrði aldrei elskaður af stuðningsmönnum Leeds. Hann bað um að fá að fara," sagði Máni en það var vegna þess að faðir hans er goðsögn hjá Man Utd.

Jóhann Berg kæmist í Leeds
Þegar rætt var Burnley, þá sagði Máni að þar væri einn leikmaður sem kæmist í Leeds. Ekki James Tarkowski eða Dwight McNeil.

„Jói Berg er eini leikmaðurinn í þessu Burnley-liði sem gæti spilað með Leeds. Þetta er mjög leiðinlegt lið. Það eru tveir fyrrum Leedsarar í þessu liði, en þetta er mjög leiðinlegt lið," sagði Máni og þegar hann var spurður út í Tarkowski og McNeil, sagði hann:

„Nei, ég hef ekkert að gera við þá."

Hér að neðan má hlusta á þátt vikunnar en þar var meira rætt um Leeds og enska boltann. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Bielsa er maður fólksins í Leeds
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner