Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. mars 2021 11:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Örn missir mögulega af byrjun Pepsi Max-deildarinnar
Davíð Örn gekk í raðir Blika frá Víkingum.
Davíð Örn gekk í raðir Blika frá Víkingum.
Mynd: Breiðablik
Bakvörðurinn Davíð Örn Atlason mun mögulega missa af byrjun Pepsi Max-deildarinnar vegna meiðsla.

Breiðablik keypti Davíð Örn af Víkingum í janúar en hann kom meiddur til félagsins og hefur ekki náð að spila með Blikum á undirbúningstímabilinu.

„Ég kom meiddur og er bara búinn að vera meiddur. Ég er á leið í aðgerð við kviðsliti í næstu viku," segir Davíð við Fótbolta.net.

Talið er að hann verði frá í sex viku eftir aðgerðina. „Það er búið að vera erfitt að greina þessi meiðsli og þess vegna er ég ekki löngu farinn í aðgerð," segir Davíð.

Davíð Örn er 26 ára gamall og er einn af betri bakvörðum Pepsi Max-deildarinnar. Hann á yfir 100 leiki að baki í efstu deild og varð bikarmeistari með Víkingi 2019.

Hann skrifaði undir samning við Breiðablik til 2024 en Valur hafði einnig áhuga á honum.

Pepsi Max-deildin byrjar 22. apríl næstkomandi.

Sjá einnig:
Bendtner og Davíð Örn með þeim betri í heiminum í Fantasy
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner