Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. mars 2021 10:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Davíð Snorri segir að hópurinn gæti breyst
U21 landsliðið á EM
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Hulda Margrét
Í morgun birti UEFA landsliðshóp Íslands fyrir lokamót Evrópumóts U21 landsliða.

Opinberun UEFA virðist hafa komið KSÍ í opna skjöldu en sambandið hafði boðað til fréttamannafundar á fimmtudag þar sem opinbera átti hópinn.

„Við staðfestum hópinn á fimmtudaginn, við þurfum alltaf að skila inn beinagrind að hópnum til UEFA. Við erum enn að vinna hlutina með A-landsliði karla," segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, í samtali við 433.is.

„Þetta er í raun það eina sem ég get sagt, við kynnum lokahópinn á fimmtudag og það gætu orðið breytingar á þeim hópi sem er þarna."

Guðmundur Benediktsson bendir á að samkvæmt reglum UEFA þá þurfi knattspyrnusambönd að tilkynna staðfestan hóp tíu dögum fyrir mót. Í gær voru tíu dagar í mót.

Alfons Sampsted er ekki í U21 hópnum og verða væntanlega í A-landsliðshópnum sem opinberaður verður á morgun.

Sjá einnig:
Alfons: Ef A-landsliðið kallar þá segir maður ekki nei


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner