Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. mars 2021 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Við erum í skýjunum
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigrinum á Borussia Monchengladbach í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslitin með sigrinum.

Kevin De Bruyne og Ilkay Gundogan skoruðu mörk City í kvöld en liðið vann samanlagðan, 4-0 sigur.

City hefur ekki fengið á sig mark í Meistaradeildinni í síðustu sjö leikjum en besti árangur liðsins í Meistaradeildinni var árið 2016 er liðið komst í undanúrslit.

Það er ljóst að City er eitt besta lið Evrópu um þessar mundir en Guardiola var ánægður með framlagið í kvöld.

„Þetta var góð frammistaða. Við stjórnuðum leiknum frá fyrstu mínútu. Þessi keppni er flókin en eftir að við gerðum þessi tvö mörk þá var þetta auðveldara, við færðum allir boltann hratt á milli manna," sagði Guardiola.

„Phil Foden, Bernardo Silva eru með mikil gæði og hjálpuðu okkur mikið en allir gerðu vel og við erum í skýjunum með að vera komnir áfram."

„Við fengum aðeins eitt mark á okkur gegn Porto sem er mjög vel gert. Þetta er stórt skref fram á við fyrir liðið. Við hlupum mikið og ekki bara framherjarnir en það er mikilvægt að skilja við verjum með boltann. Við verðum að vera aggresífari án boltans því öll þessi gæðalið sem eru eftir geta refsað."

„Við þurfum núna að halda öllum heilum. Þess vegna getum hvílt sex eða sjö leikmenn. Ef þú vilt berjast um þessar keppnir þá verður maður að hafa ferskar lappir. Tímabilin er löng og við höfum ekki fengið vikufrí síðan í október,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner