Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. mars 2021 10:45
Elvar Geir Magnússon
Guendouzi stefnir á að koma sér í liðið hjá Arsenal
Matteo Guendouzi.
Matteo Guendouzi.
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi segist ætla að berjast fyrir því að koma sér inn í myndina hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, þegar lánsdvöl hans hjá Hertha Berlín lýkur.

Þessi 21 árs leikmaður spilaði reglulega fyrir Arsenal þegar Unai Emery var stjórinn en eftir að Arteta tók við var hann lánaður til Þýskalands.

Fjölmiðlar hafa haldið því fram að Arsenal ætli sér að selja franska miðjumanninn en hann segist sjálfur stefna á því að spila aftur fyrir Arsenal.

„Nú er einbeitingin á tímabilinu með Hertha Berlin. Svo mun ég setjast niður og funda með mínu fólki og fólkinum hjá Arsenal og ræða framtíðina. Í sumar verður tekin ákvörðun," segir Guendouzi.

„Ég er samningsbundinn Arsenal í eitt ár í viðbót. Þegar ég er leikmaður Arsenal mun ég leggja mig allan fram fyrir félagið, stuðningsmennina, liðið og starfsliðið. Ég mun berjast fyrir því að klæðast treyjunni, eins og ég hef alltaf gert."

Guendouzi hefur ekki spilað undir stjórn Arteta síðan í tapleik gegn Brighton í júní. Talsverður hiti var í leiknum og Guendouzi tók Neal Maupay, framherja Brighton, hálstaki undir lokin. Fyrr á síðasta ári höfðu Arteta og Guendouzi lent í rifrildi og leikmaðurinn var tekinn út úr hópnum.


Athugasemdir
banner
banner