Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 16. mars 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Hughes vill að ungir leikmenn fái hjálp við andleg vandamál
Mark Hughes
Mark Hughes
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, fyrrum stjóri Manchester City, hefur kallað eftir því að ungir fóboltamenn fái meiri hjálp til að takast á við andleg vandamál.

Félag knattspyrnustjóra á Englandi hefur byrjað með verkefni þar sem leikmenn eru hvattir til að ræða andlega líðan.

„Það er mikilvægt að ungir leikmenn fái þann stuðning sem þeir þurfa," sagði Hughes.

„Mörg félög hafa deildir innan sinna raða sem taka á þessu. Það hafa hins vegar ekki öll félög með fjármagn til þess."

„Það eru miklar tilfinningar og vonbrigði í boltanum, meiri vonbrigði en velgengni. Þetta snýst um að taka eftir því þegar einhver á erfitt með að takast á við vonbrigði."

Athugasemdir
banner
banner
banner