Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. mars 2021 18:30
Elvar Geir Magnússon
Joao Felix byrjar gegn Chelsea - Gerir hann gæfumuninn?
Joao Felix er 21 árs.
Joao Felix er 21 árs.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid heimsækir Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Chelsea vann 1-0 sigur í fyrri leiknum.

Diego Simeone, stjóri Atletico, hefur staðfest að Joao Felix muni byrja leikinn. Það ætti ekki að vera fréttnæmt því Felix var keyptur á 126 milljónir evra, er hæfileikaríkasti leikmaður Atletico og dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi.

En Portúgalinn ungi hefur aðeins byrjað einn af síðustu fjórum leikjum. Tímabilið hefur verið krefjandi fyrir hann og vangaveltur um að samband hans og Simeone sé ekki gott.

Sjálfur hefur Felix blásið á þá umræðu og sagt að hann og Simeone nái vel saman.

„Joao er mjög mikilvægur leikmaður. Hann byrjaði tímabilið afskaplega vel og kom með mikil gæði í sóknarleikinn. Allir leikmenn fara í gegnum erfiða kafla, oftar þegar þeir eru ungir," segir Simeone.

„Við vonumst til að hann haldi áfram að vaxa, því hann hefur gríðarlega hæfileika og vill ná í hæstu hæðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner