Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. mars 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Lichtsteiner orðinn úrsmiður
Mynd: Getty Images
Stephan Lichtsteiner, fyrrum varnarmaður Juventus, Arsenal og svissneska landsliðsins, hefur ákveðið að læra að verða úrsmiður.

Hinn 37 ára gamli Lichtsteiner lagði skóna á hilluna í fyrra og hann hefur nú hafið sex mánaða starfsnám hjá Maurice de Mauriac í Zurich.

„Ég vil gera eitthvað skapandi," sagði Lichtsteiner í viðtali við Reuters.

„Ef þú vinnur í banka...getur þú gert það allt þitt líf en ef þú ert fótboltamaður þá þarftu að finna eitthvað annað að gera þegar þú ert rúmlega þrítugur."

Lichtsteiner er nú að búa til úr sem verða seld en ágóðinn rennur í góðgerðarmál.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner