Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 16. mars 2021 23:21
Brynjar Ingi Erluson
Man City ógnar meti Man Utd
Leikmenn Man City skora og skora
Leikmenn Man City skora og skora
Mynd: Getty Images
Manchester City er komið með 101 mark í öllum keppnum á þessu tímabili en þetta er áttunda tímabilið í röð sem liðið nær þessum merka áfanga.

Kevin De Bruyne skoraði 100. mark City í kvöld í 2-0 sigrinum á Borussia Monchengladbach og bætti svo Ilkay Gundogan við 101. markinu.

Liðið hefur spilað feykivel á þessari leiktíð en þetta var eins og áður segir áttunda tímabilið í röð sem liðið skorar 100 mörk eða meira í öllum keppnum.

Aðeins eitt lið á Englandi stendur þeim framar í þessum efnum en nágrannar þeirra í Manchester United náðu að gera þetta níu tímabil í röð frá 2004 til 2013.

City getur jafnað metið á næstu leiktíð sem verður að teljast líklegt en liðið skoraði 149 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð, þar af 102 í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner