Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. mars 2021 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Man City og Real Madrid í 8-liða úrslit
Sergio Ramos og Lucas Vazquez buðu upp á skemmtilegt fagn
Sergio Ramos og Lucas Vazquez buðu upp á skemmtilegt fagn
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne skoraði gullfallegt mark
Kevin De Bruyne skoraði gullfallegt mark
Mynd: Getty Images
Manchester City og Real Madrid eru komin áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir þægilega sigra í kvöld. Ilkay Gundogan skoraði enn og aftur fyrir City á meðan Karim Benzema og Sergio Ramos komust meðal annars á blað hjá Madrídingum.

City vann fyrri leikinn gegn Gladbach 2-0 og var liðið ekki lengi að komast yfir. Kevin De Bruyne skoraði með sannkölluðum þrumufley eftir aðeins tólf mínútuna leik. Riyad Mahrez lagði boltann út á De Bruyne sem tók vinstri fótar skot í slá og inn.

Aðeins sex mínútum síðar var þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan búinn að bæta við öðru marki. Hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Phil Foden. Gündogan verið hreint út sagt magnaður á þessu ári og verið langbesti leikmaður City árið 2021 ásamt líklega Ruben Dias sem hefur verið klettur í vörninni.

Mahrez var nálægt því að bæta við þriðja markinu undir lok leiks en fleiri urðu mörkin ekki. City með yfirburði gegn Gladbach og komið áfram í 8-liða úrslitin.

Á sama tíma vann Real Madrid lið Atalanta 3-1 og samanlagt 4-1 í tveimur leikjum. Karim Benzema kom Madrídingum yfir á 34. mínútu eftir hræðileg mistök frá Marco Sportiello, markverði Atalanta. Markvörðurinn sendi boltann á Luka Modric sem fann Benzema og átti framherjinn í engum vandræðum með að skora.

Sergio Ramos bætti við öðru marki úr vítaspyrnu eftir að Rafael Toloi braut á Vinicius Junior innan teigs. Luis Muriel tókst að minnka muninn fyrir Atalanta með marki úr aukaspyrnu af 25 metra færi á 83. mínútu en aðeins mínútu síðar var Marco Asensio búinn að skora þriðja mark Madrídinga.

Lokatölur 3-1 og Madrídingar í 8-liða úrslit. Það kemur svo í ljós á morgun hvaða tvö síðustu lið fara með þeim þangað en dregið er á föstudag.

Úrslit og markaskorarar:

Manchester City 2 - 0 Borussia M. (Samanlagt 4-0)
1-0 Kevin de Bruyne ('12 )
2-0 Ilkay Gundogan ('18 )

Real Madrid 3 - 1 Atalanta (4-1)
1-0 Karim Benzema ('34 )
2-0 Sergio Ramos ('60 , víti)
2-1 Luis Muriel ('83 )
3-1 Marco Asensio ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner