Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 16. mars 2021 12:48
Magnús Már Einarsson
Mkhitaryan ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Roma, verður ekki með landsliði Armeníu í komandi leikjum í undankeppni EM.

Ríkisútvarpið í Armeníu greinir frá því að Mkhitaryan verði frá keppni í mánuð vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum.

Hinn 32 ára gami Mkhitaryan er skærasta stjarnan og fyrirliði hjá landsliði Armeníu.

Mkhitaryan er á sínu öðru tímabili hjá Roma en hann hefur áður spilað með Arsenal, Manchester United og Dortmund.

Ísland mætir Armeníu sunnudaginn 28. mars næstkomandi en landsliðshópur Íslands verður tilkynntur á morgun.

Leikir Íslands
Þýskaland - Ísland (fimmtudagur 25. mars)
Armenía - Ísland (sunnudagur 28. mars)
Liechtenstein - Ísland (miðvikudagur 31. mars)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner