Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 16. mars 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Musah valdi bandaríska landsliðið framyfir það enska
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn efnilegi Yunus Musah hefur valið bandaríska landsliðið framyfir það enska þrátt fyrir að hafa spilað 32 keppnisleiki fyrir yngri landslið Englands.

Musah er fjölhæfur kantmaður sem getur leikið bæði hægra og vinstra megin auk þess að vera góður á miðjunni.

Musah fæddist í Bandaríkjunum en bjó á Ítalíu til níu ára aldurs þegar fjölskyldan flutti til London. Hann komst fljótt inn í akademíuna hjá Arsenal og var þar í sjö ár áður en hann komst á samning hjá Valencia á Spáni.

Hann hefur komið við sögu í 24 deildarleikjum með Valencia á tímabilinu þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall.

Musah verður því partur af ansi efnilegu landsliði Bandaríkjanna þar sem hægt er að finna leikmenn á borð við Sergino Dest, Weston McKennie, Christian Pulisic og Giovanni Reyna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner